Síðasti dagur Baracks Obama í embætti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Obama á sínum síðasta blaðamannafundi sem forseti. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sver embættiseið klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Stuttu áður sver Mike Pence embættiseið varaforseta. Athöfnin fer fram á tröppum þinghússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Forseti hæstaréttar, John Roberts, mun sverja Trump og Pence í embætti. Því næst munu fráfarandi forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, yfirgefa svæðið í þyrlu. Trump heldur því næst innsetningarræðu sína og hlýðir á tónlist. Um kvöldið verða svo fjölmargar veislur. Obama, sem hefur gegnt embættinu í átta ár, hélt sinn síðasta blaðamannafund í gær. Þar stiklaði hann á stóru og óskaði forsetahjónunum fyrrverandi, George H. W. Bush og Barböru Bush, skjóts bata en þau voru lögð inn á spítala í vikunni. „Ég hef notið þess að vinna með ykkur. Það þýðir þó ekki að ég hafi notið hverrar einustu fréttar sem þið hafið flutt en það er eðli fjölmiðla. Þið eigið ekki að vera aðdáendur heldur gagnrýnendur. Þið eigið að spyrja krefjandi spurninga,“ sagði Obama við blaðamenn. Aðspurður um framtíð Bandaríkjanna undir stjórn Trumps sagði Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi.“ Rík hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar skipti sér ekki af verkum eftirmanna sinna. Obama sagðist þó tjá sig ef hann teldi grunngildum Bandaríkjanna ógnað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sver embættiseið klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Stuttu áður sver Mike Pence embættiseið varaforseta. Athöfnin fer fram á tröppum þinghússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Forseti hæstaréttar, John Roberts, mun sverja Trump og Pence í embætti. Því næst munu fráfarandi forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, yfirgefa svæðið í þyrlu. Trump heldur því næst innsetningarræðu sína og hlýðir á tónlist. Um kvöldið verða svo fjölmargar veislur. Obama, sem hefur gegnt embættinu í átta ár, hélt sinn síðasta blaðamannafund í gær. Þar stiklaði hann á stóru og óskaði forsetahjónunum fyrrverandi, George H. W. Bush og Barböru Bush, skjóts bata en þau voru lögð inn á spítala í vikunni. „Ég hef notið þess að vinna með ykkur. Það þýðir þó ekki að ég hafi notið hverrar einustu fréttar sem þið hafið flutt en það er eðli fjölmiðla. Þið eigið ekki að vera aðdáendur heldur gagnrýnendur. Þið eigið að spyrja krefjandi spurninga,“ sagði Obama við blaðamenn. Aðspurður um framtíð Bandaríkjanna undir stjórn Trumps sagði Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi.“ Rík hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar skipti sér ekki af verkum eftirmanna sinna. Obama sagðist þó tjá sig ef hann teldi grunngildum Bandaríkjanna ógnað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira