Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 11:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið valdatíð sína. Vísir/Epa Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. Með tilskipuninni er stefnt að því að minnka efnahagslegar byrgðir að mati Trumps, sem Obamacare leggur á ríkið en Trump telur þær vera of miklar. Þetta kemur fram á fréttaveitu BBC.Einnig hefur vakið athygli að Trump og aðstoðarmenn hans hafa strax lagst í það að setja fram áætlanir sínar inn á vefsíðu Hvíta hússins, aðeins degi eftir hann tók við embætti. Í raun má segja að vefsíðan hafi algjörlega verið tekin í gegn og að áherslumál Trumps fái þar að blómstra. Þar er meðal annars er lögð áhersla á að endurskoða stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum en eins og frægt er orðið hefur Trump farið mikinn í yfirlýsingum sínum að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu blekkingin ein. Aðeins sex málefni er að finna inn á vefsíðunni og snúast þau að orkumálum, innflytjendamálum, vinnumarkaði, hernaðarmálum, stöðu lögreglunnar sem og viðskiptaháttum Bandaríkjanna. Það virðist sem hvergi sé minnst á lofstlagsmál né á mannréttindamál. Hugmyndir Trumps virðast byggja á popúlískum grunni og hvetja til einangrunarstefnu. Í vígsluræðu sinni sór Trump þess heit að setja Bandaríkin í fyrsta sætið en það hefur verið eitt af hans aðal áherslum. Síðan Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa mótmæli verið skipulögð víða um heim og er þar verið að mótmæla framferði Trumps í málum innflytjenda og réttindum kvenna. Einnig var mikið um mótmæli í athöfninni sjálfri og voru um 200 manns handteknir. Talið er að um sex lögreglumenn hafi slasast í aðgerðunum. Á vefsíðu BBC má meðal annars sjá myndband af því þegar kveikt er í bílum og fólk er handtekið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. Með tilskipuninni er stefnt að því að minnka efnahagslegar byrgðir að mati Trumps, sem Obamacare leggur á ríkið en Trump telur þær vera of miklar. Þetta kemur fram á fréttaveitu BBC.Einnig hefur vakið athygli að Trump og aðstoðarmenn hans hafa strax lagst í það að setja fram áætlanir sínar inn á vefsíðu Hvíta hússins, aðeins degi eftir hann tók við embætti. Í raun má segja að vefsíðan hafi algjörlega verið tekin í gegn og að áherslumál Trumps fái þar að blómstra. Þar er meðal annars er lögð áhersla á að endurskoða stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum en eins og frægt er orðið hefur Trump farið mikinn í yfirlýsingum sínum að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu blekkingin ein. Aðeins sex málefni er að finna inn á vefsíðunni og snúast þau að orkumálum, innflytjendamálum, vinnumarkaði, hernaðarmálum, stöðu lögreglunnar sem og viðskiptaháttum Bandaríkjanna. Það virðist sem hvergi sé minnst á lofstlagsmál né á mannréttindamál. Hugmyndir Trumps virðast byggja á popúlískum grunni og hvetja til einangrunarstefnu. Í vígsluræðu sinni sór Trump þess heit að setja Bandaríkin í fyrsta sætið en það hefur verið eitt af hans aðal áherslum. Síðan Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa mótmæli verið skipulögð víða um heim og er þar verið að mótmæla framferði Trumps í málum innflytjenda og réttindum kvenna. Einnig var mikið um mótmæli í athöfninni sjálfri og voru um 200 manns handteknir. Talið er að um sex lögreglumenn hafi slasast í aðgerðunum. Á vefsíðu BBC má meðal annars sjá myndband af því þegar kveikt er í bílum og fólk er handtekið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30