Sevilla lagði botnlið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag 4-3 eftir að hafa lent undir í tvígang.
Osasuna sem var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig í 18 leikjum náði forystunni á 15. mínútu þegar Sergio León skoraði eftir sendingu Roberto Torres.
Iborra jafnaði metin tveimur mínútum fyrir hálfelik og var staðan í hálfleik 1-1.
Iborra varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 63. mínútu en hann bætti fyrir það strax tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði metin í annað sinn í leiknum.
Franco Vazquez kom Sevilla yfir tíu mínútum fyrir leikslok áður en Pablo Sarabia gulltryggði liðinu mikilvægan sigur í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Kenan minnkaði muninn fyrir Osasuna rétt áður en flautað var til leiksloka.
Sevilla er stigi á eftir toppliði Real Madrid sem á þó leik til góða og með fjórum stigum meira en Barcelona sem á leik í kvöld.
Osasuna situr eftir á botninum með 9 stig, 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Sevilla lenti í vandræðum gegn botnliðinu
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
