Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:44 Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera "stál í stál“. Vísir/VIlhelm Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna. Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna.
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira