Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2017 12:30 Alþingi kemur saman í dag. Mynd/Anton Brink Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira