Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 16:41 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Annar skipverjanna sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur, reyndi ítrekað að hafa samband við íslenska vinkonu sína á þeim tíma sem lögregla telur að Birna hafi verið í bíl með hinum grunuðu. Stundin greinir frá. Skipverjinn hefur oft komið til landsins og hefur í heimsóknum sínum eignast hér kunningja og vini. María Erla Káradóttir, starfsmaður á Enska barnum við Austurstræti, er ein þeirra. Hún segir í viðtali við Stundina að hann hafi komið þangað rétt fyrir miðnætti föstudaginn 13. janúar, um fimm klukkutímum áður en Birna hvarf. Hún segir að hann hafi verið í góðu skapi þetta kvöld og meðal annars tekið þátt í lukkuhjóli og unnið þar átta bjóra. „Hann var mjög hress með það og hélt áfram að sitja á barnum og drekka. Hann pantaði sér líka staup, segir María í samtali við Stundina. Hún segir að skipverjann hafi verið einn mestan part kvöldsins en á einhverjum tímapunkti hafi hinn skipverjinn, sá sem einnig situr í gæsluvarðhaldi og ók Kia Rio bílnum, komið og fengið sér sæti.Vildi ná tali af Maríu María segist hafa fengið skilaboð frá dyraverði staðarins við lokun um að skipverjinn hafi viljað ná af henni tali, en honum hafi verið vísað út eftir að hafa sofnað á einu borði staðarins. Hún tók þá eftir því að skipverjinn vinur hennar hafi reynt að hringja í hana. Alls reyndi hann að hringja níu sinnum í Maríu aðfaranótt laugardags og fram undir hádegi á laugardeginum 14. janúar. Fyrsta símtalið barst henni fimm mínútur í fjögur og það síðasta klukkan 11:55. Þar á meðal reyndi hann þrisvar að hringja í hana á þeim tíma sem lögregla telur að Birna hafi verið í rauðum Kia Rio bíl með skipverjunum, klukkan 06:03, 06:04 og 06:55. María segist hafa rætt við skipverjann vin sinn um miðjan dag laugardaginn 14. janúar. Hann sagðist vera þunnur en að annars væri allt í lagi. Hún segir að ekkert í þeirra samskiptum hafi verið undarlegt. Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við mál Birnu reyndi María aftur að ná sambandi við skipverjann en án árangurs. Hún náði loks sambandi við hann þriðjudagskvöldið 17. janúar. Hann sagði að allt væri í lagi, hann væri á veiðum en á leið til Íslands. María hafði þá spurt hann hvort allt væri í lagi en ekki fengið neitt svar eftir það.Fór um borð í Polar Nanoq Hinn skipverjinn keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn að morgni 14. janúar og var í burtu í rúmlega fjórar klukkustundir. Vinur Maríu fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur í bílinn. Fram hefur komið að bílnum var ekið inn á hafnarsvæðið um klukkan 6:10 um morguninn og lagt við Polar Nanoq. Skipverjarnir stigu út úr bílnum og ræddu saman á hafnarbakkanum. Í framhaldinu fór skipverjinn, vinur Maríu, um borð í skipið en hinn upp í bílinn og ók vestur eftir bakkanum. Bíllinn er á rápi um svæðið í um tuttugu mínútur í bílnum áður en skipverjinn ekur á brot. Lögregla hefur óskað eftir því að allir ökumenn skoði í myndavélum bíla sinna hvort rauði Kia Rio-bíllinn sjáist á upptökum í bílum þeirra frá klukkan 7 til 11:30 um morguninn. Tvær leiðir eru taldar líklegastar frá Hafnarfjarðarhöfn og í Selvogsvita en mögulegt er að líkinu hafi verið kastað í sjóinn annars staðar við sjávarsíðuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Annar skipverjanna sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur, reyndi ítrekað að hafa samband við íslenska vinkonu sína á þeim tíma sem lögregla telur að Birna hafi verið í bíl með hinum grunuðu. Stundin greinir frá. Skipverjinn hefur oft komið til landsins og hefur í heimsóknum sínum eignast hér kunningja og vini. María Erla Káradóttir, starfsmaður á Enska barnum við Austurstræti, er ein þeirra. Hún segir í viðtali við Stundina að hann hafi komið þangað rétt fyrir miðnætti föstudaginn 13. janúar, um fimm klukkutímum áður en Birna hvarf. Hún segir að hann hafi verið í góðu skapi þetta kvöld og meðal annars tekið þátt í lukkuhjóli og unnið þar átta bjóra. „Hann var mjög hress með það og hélt áfram að sitja á barnum og drekka. Hann pantaði sér líka staup, segir María í samtali við Stundina. Hún segir að skipverjann hafi verið einn mestan part kvöldsins en á einhverjum tímapunkti hafi hinn skipverjinn, sá sem einnig situr í gæsluvarðhaldi og ók Kia Rio bílnum, komið og fengið sér sæti.Vildi ná tali af Maríu María segist hafa fengið skilaboð frá dyraverði staðarins við lokun um að skipverjinn hafi viljað ná af henni tali, en honum hafi verið vísað út eftir að hafa sofnað á einu borði staðarins. Hún tók þá eftir því að skipverjinn vinur hennar hafi reynt að hringja í hana. Alls reyndi hann að hringja níu sinnum í Maríu aðfaranótt laugardags og fram undir hádegi á laugardeginum 14. janúar. Fyrsta símtalið barst henni fimm mínútur í fjögur og það síðasta klukkan 11:55. Þar á meðal reyndi hann þrisvar að hringja í hana á þeim tíma sem lögregla telur að Birna hafi verið í rauðum Kia Rio bíl með skipverjunum, klukkan 06:03, 06:04 og 06:55. María segist hafa rætt við skipverjann vin sinn um miðjan dag laugardaginn 14. janúar. Hann sagðist vera þunnur en að annars væri allt í lagi. Hún segir að ekkert í þeirra samskiptum hafi verið undarlegt. Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við mál Birnu reyndi María aftur að ná sambandi við skipverjann en án árangurs. Hún náði loks sambandi við hann þriðjudagskvöldið 17. janúar. Hann sagði að allt væri í lagi, hann væri á veiðum en á leið til Íslands. María hafði þá spurt hann hvort allt væri í lagi en ekki fengið neitt svar eftir það.Fór um borð í Polar Nanoq Hinn skipverjinn keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn að morgni 14. janúar og var í burtu í rúmlega fjórar klukkustundir. Vinur Maríu fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur í bílinn. Fram hefur komið að bílnum var ekið inn á hafnarsvæðið um klukkan 6:10 um morguninn og lagt við Polar Nanoq. Skipverjarnir stigu út úr bílnum og ræddu saman á hafnarbakkanum. Í framhaldinu fór skipverjinn, vinur Maríu, um borð í skipið en hinn upp í bílinn og ók vestur eftir bakkanum. Bíllinn er á rápi um svæðið í um tuttugu mínútur í bílnum áður en skipverjinn ekur á brot. Lögregla hefur óskað eftir því að allir ökumenn skoði í myndavélum bíla sinna hvort rauði Kia Rio-bíllinn sjáist á upptökum í bílum þeirra frá klukkan 7 til 11:30 um morguninn. Tvær leiðir eru taldar líklegastar frá Hafnarfjarðarhöfn og í Selvogsvita en mögulegt er að líkinu hafi verið kastað í sjóinn annars staðar við sjávarsíðuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45