Fótbolti

Sjáðu heimildaþátt FIFA um íslenska fótboltaundrið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
das
das dasd
Íslenska landsliðið í fótbolta var það heitasta á síðasta ári vegna árangur síns á EM 2016 í Frakklandi og hafa ófáir fréttaþættirnir verið gerðir um íslenska fótboltaundrið.

Nú er fréttaþáttur Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, búið að gera einn slíkan sem var birtur á heimasíðu þess í dag. Þar er fjallað um uppgang íslenska boltans undanfarin ár og leyndardóminn á bakvið velgengnina.

Rætt er við Heimi Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Guðmund Benediktsson og Dag Svein Dagbjartsson, starfsmann fræðslumála hjá KSÍ, í þessum stutta heimildaþætti.

Sýnt er frá heimkomunni á Arnarhól og viðurkennir landsliðsfyrirliðinn að hann horfir enn þá á myndband frá þessum frábæra degi og hann fær enn þá gæsahúð þegar hann sér móttökurnar.

Þáttinn má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×