Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:30 Bandaríkin flokkast nú sem gallað lýðræðisríki, samkvæmt mælikvörðum EIU. Vísir/EPA Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira