Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna Birnu Brjánsdóttur á sunnudag. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30