Erlent

Forseti Mexíkó afboðar fund með Donald Trump vegna deilna um landamæravegginn

Anton Egilsson skrifar
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, greindi frá  því á Twitter síðu sinni í dag að hann hefði afboðað komu sína á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en Trump hafði hvatt Mexíkósk stjórnvöld til að hætta við fundinn væru þau ekki reiðubúinn til að borga vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.  Reuters segir frá þessu.

„Í morgun tilkynntum við Hvíta húsinu að við myndum ekki mæta á vinnufund með forseta Bandaríkjanna sem áætlaður var á næsta þriðjudag.” segir Nieto.

Veggurinn er eitt helsta kosningaloforð Trump en hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng.

Sjá einnig: Bandaríkin borga vegginn og Mexíkó verður rukkað síðar

Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina og mögulegt er að reikningurinn mundi enda hjá skattgreiðendum í Bandaríkjunum. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng.

Nieto ítrekar þó vilja Mexíkó til að vinna með Bandaríkjunum í átt að lausn sem hugnist báðum þjóðum.

„Mexíkó ítrekar þó vilja til að vinna með Bandaríkjunum að því að ná samkomulagi sem er báðum þjóðum til heilla”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×