Erlent

„Volksverräter“ valið versta orð ársins í Þýskalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmar Gabriel svaraði nýnasistunum með því að gefa þeim fingurinn.
Sigmar Gabriel svaraði nýnasistunum með því að gefa þeim fingurinn.
Orðið „Volksverräter“ hefur verið valið „versta orð ársins“ í Þýskalandi.

Orðið merkir „svikari þjóðar“ en sérstök dómnefnd í bænum Darmstadt, sem skipuð er fjórum þýskufræðingum og einum blaðamanni, hefur valið versta orð þýskrar tungu á ári hverju frá 1991.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að í rökstuðningi dómnefndar komi fram að orðið sé arfleifð frá tímum einræðisherra og með vísun í Þýskaland nasista.

Orðið komst í fréttirnar á síðasta ári þegar hópur nýnasista hrópaði „Volksverräter“ að varakanslaranum og leiðtoga Jafnaðarmanna, Sigmar Gabriel, í heimsókn hans til Salzgitter, lítils bæjar skammt frá Hannover.

Gabriel svaraði mönnunum með því að gefa þeim fingurinn.

Orðið „Gutmensch“ – sem svarar til hugtaksins „Góða fólkið“ – var valið versta orð ársins 2015 af sömu dómnefnd.

Sjá má atvikið með Gabriel í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×