Innlent

Lærði forníslensku og bjó svo til rafrænt sagnakort

Kristján Már Unnarsson skrifar

Ensk stúlka heillaðist svo af Íslendingasögunum að hún er búin að þróa rafrænt sagnakort svo ferðamenn á leið um Ísland geti kynnst íslenska sagnaarfinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Landnemarnir. Það má raunar finna nokkur dæmi þess að Íslendingar flaggi íslenska sagnaarfinum. Í Húnaþingi eru söguskilti sem rifja upp atburði Vatnsdælasögu og Landnámssetrið í Borgarnesi gerir út á Egils sögu Skallagrímssonar og Landnámabók og sýnir þannig fram á að Íslendingasögur eru ekki bara fyrir einhverja sérvitringa að kafa ofan í.En kannski sannast máltækið „glöggt er gests augað“ í Emily Lethbridge, sem í námi í Cambridge-háskóla smitaðist svo af Íslendingasögunum að hún lagði það á sig læra forníslensku. Emily, sem orðin er doktor í íslenskum miðaldafræðum, ákvað að þróa rafrænt sagnakort.

Gamli Land Rover-hersjúkrabíllinn sem var heimili Emily Lethbridge á ferð á hennar um söguslóðir Íslendingasagna.Mynd/Emily Lethbridge.

Hún ferðaðist um Ísland á gömlum Land-Rover hersjúkrabíl, heimsótti sögustaðina og ræddi við heimafólk til að tengja sögurnar og landslagið. Kortið heitir Icelandic Saga Map og þar má skoða sögustaði allra Íslendingasagna. Sjálf telur hún áhuga erlendra ferðamanna á íslensku fornsögunum vera vanmetinn. „Ég spjalla oft við ferðamenn sem hafa bara gríðarlegan áhuga og vilja endilega vita meira um efnið og sögurnar, hvar ýmislegt gerðist, og lesa þessar sögur,“ segir Emily. Í spilaranum hér að ofan má heyra meira.


Tengdar fréttir

Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands

Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur.

Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn?

Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.