Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 11:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ætli sér ekki að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hún segir ljóst að samstarf ríkisstjórnarinnar við þingið fari ekki vel af stað. „Ég er hissa á því að hann ætli sér ekki að tala þarna beint við efnahagsnefnd í ljósi þess að hann hefur viðurkennt að hann hafi gert ákveðin mistök,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þann 7. janúar síðastliðinn óskaði Katrín eftir því að nefndin kæmi saman til að að fjalla um niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í ljós hefur komið að skýrslan var tilbúin áður en gengið var til kosninga í október og hefur Bjarni verið gagnrýndur fyrir að gera skýrsluna ekki opinbera fyrr en í janúar. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi mögulega verið mistök. Í gær var greint var frá því að Bjarni ætli sér ekki að mæta á fund nefndarinnar sem fer fram á föstudag. Gaf hann þær skýringar að hann hefði þegar tjáð sig um málið opinberlega á vettvangi fjölmiðla og hefði ekki meira um málið að segja. Katrín gefur lítið fyrir þessar skýringar Bjarna og í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan segir hún að þessar skýringar séu óásættanlegar „Það er ekki gott að samskipti við þingi fari fram í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. „Ég tel eðlilegra að ráðherrar eigi í samskiptum beint við þingið og það nægi ekki að gera það í gegnum fjölmiðla.“ Telur Katrín að ákvörðun Bjarna um að mæta ekki á fund nefndarinnar boði ekki gott fyrir samtarf þingsins við ríkisstjórn á komandi þingi. „Þingið er ekki einu sinni byrjað og í ljósi þess að við erum öll búin að tala um samstarf og samvinnu þá finnst manni að þetta hefði mátt fara betur af stað.“ Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ætli sér ekki að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hún segir ljóst að samstarf ríkisstjórnarinnar við þingið fari ekki vel af stað. „Ég er hissa á því að hann ætli sér ekki að tala þarna beint við efnahagsnefnd í ljósi þess að hann hefur viðurkennt að hann hafi gert ákveðin mistök,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þann 7. janúar síðastliðinn óskaði Katrín eftir því að nefndin kæmi saman til að að fjalla um niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í ljós hefur komið að skýrslan var tilbúin áður en gengið var til kosninga í október og hefur Bjarni verið gagnrýndur fyrir að gera skýrsluna ekki opinbera fyrr en í janúar. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi mögulega verið mistök. Í gær var greint var frá því að Bjarni ætli sér ekki að mæta á fund nefndarinnar sem fer fram á föstudag. Gaf hann þær skýringar að hann hefði þegar tjáð sig um málið opinberlega á vettvangi fjölmiðla og hefði ekki meira um málið að segja. Katrín gefur lítið fyrir þessar skýringar Bjarna og í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan segir hún að þessar skýringar séu óásættanlegar „Það er ekki gott að samskipti við þingi fari fram í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. „Ég tel eðlilegra að ráðherrar eigi í samskiptum beint við þingið og það nægi ekki að gera það í gegnum fjölmiðla.“ Telur Katrín að ákvörðun Bjarna um að mæta ekki á fund nefndarinnar boði ekki gott fyrir samtarf þingsins við ríkisstjórn á komandi þingi. „Þingið er ekki einu sinni byrjað og í ljósi þess að við erum öll búin að tala um samstarf og samvinnu þá finnst manni að þetta hefði mátt fara betur af stað.“
Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45
Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06