Innlent

Ólafur ráðinn aðstoðarmaður Jóns

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur hefur undanfarin ár verið forstöðumaður sölu- og samskiptasviðs hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International.
Ólafur hefur undanfarin ár verið forstöðumaður sölu- og samskiptasviðs hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International. Innanríkisráðuneytið

Ólafur E. Jóhannsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Ólafur hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur muni einnig aðstoða Jón en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að Ólafur hafi undanfarin ár verið forstöðumaður sölu- og samskiptasviðs hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International. Áður hafi hann starfað sem verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur á sviði umsýslu- og almannatengsla og sinnt þar meðal annars samskiptum við sveitarfélög.

„Bakgrunnur Ólafs er jafnframt úr fjölmiðlum og almannatengslum og hefur hann rekið eigin starfsemi á því sviði fyrir ýmis fyrirtæki og samtök. Einnig starfaði hann sem fréttamaður hjá RÚV Sjónvarpi, Stöð 2 og Morgunblaðinu. Hann stundaði nám við lagadeild HÍ og á að baki margvísleg störf að félagsmálum.

Ólafur er kvæntur Írisi Erlingsdóttur, söngkennara í Söngskólanum í Reykjavík, og eiga þau þrjú uppkomin börn,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir

Vigdís Ósk aðstoðar Jón

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.