Ekkert samkomulag um nefndaskipun Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2017 20:13 Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira