Fótbolti

Þrír Íslendingar í úrvalsliði VG

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi fær sæti í liðinu ásamt Aroni en Birkir er á varamannabekk úrvalsliðsins.
Gylfi fær sæti í liðinu ásamt Aroni en Birkir er á varamannabekk úrvalsliðsins. Vísir/getty
Norski fjölmiðilinn VG valdi úrvalsliði Norðurlandaþjóðanna í karlafótbolta árið 2016 en það hélt þrjá íslenska leikmenn en blaðamenn fundu hinsvegar aðeins pláss fyrir norskan leikmann á varamannabekknum.

Líkt og frægt er komst aðeins Svíþjóð af skandinavísku þjóðunum á EM en Svíar fóru heim að riðlakeppninni lokinni.

Íslenska liðið vakti hinsvegar heimsathygli þrátt fyrir að hafa dottið út í átta liða úrslitunum eftir ótrúlegan sigur á Englendingum.

Ísland á þó fæstu fulltrúana í byrjunarliðinu en liðið samanstendur af Dönum, Svíum og Íslendingum.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru saman á miðjunni ásamt hinum danska Thomas Delaney.

Í miðri vörninni fær Ragnar Sigurðsson sæti við hlið Mathias Jörgensen fyrir framan Kasper Schmeichel í markinu en fyrrum liðsfélagi Gylfa í Tottenham, Christian Eriksen, er síðasti Daninn í liðinu.

Svíþjóð er samkvæmt þessu með bestu bakverðina, þá Ludwig Augustinsson og Victor Lindelöf sem orðaður hefur við Manchester United undanfarnar vikur.

Þá er Emil Forsberg ásamt Gylfa og Eriksen á miðjunni fyrir aftan Zlatan Ibrahimovic, leikmann Manchester United.

Lars Lagerback er að þeirra mati þjálfari ársins og til rökstuðnings er nefnt að Ísland hafi komist á EM og að skilið Holland eftir í undankeppninni ásamt því að rifja upp afrek sumarsins í Frakklandi.

Ísland á aðeins einn leikmann á varamannabekknum í þessu úrvalsliði, Birki Bjarnason, en þar má finna fjóra Dani og einn Norðmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×