Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 18:30 Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Gosdrykkjaneysla er mun meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og hér er verðið langlægst. Laufey Steingrímsdóttir prófessor í næringarfræði kynnti í dag niðurstöður nýrrrar rannsóknar matvæla- og næringarfræðideildar og hagfræðideildar Háskóli Íslands á þróun sykurneyslu á Íslandi og mögulegum áhrifa- og skýringaþáttum. í opinberri umræðu er því gjarnan haldið fram að sykurskattar virki ekki sem tæki til að hafa áhrif á eftirspurn eftir sykraðri vöru eins og gosdrykkjum þrátt fyrir mörg dæmi um hið gagnstæða frá útlöndum. Markmið sérstakra vörugjalda á sykur eða færsla sykraðrar matvöru í efra þrep virðisaukaskatts er að hækka verðið á þessum vörum til að draga úr neyslu þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svart á hvítu að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Laufey og samstarfsfólk hennar skoðaði samband verðs og eftirspurnar eftir gosdrykkjum frá 1997-2016. „Niðurstöðurnar sýndu mjög skýrt að fyrir hvert prósentustig sem verðið hækkar þá minnkar eftirspurnin um eitt prósent þannig að það er skýrt og klárt samband þarna á milli,“ segir Laufey. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Þingmenn VG vildu færa sykur í efra þrep virðisaukaskatts en sú tillaga fékk ekki hljómgrunn hjá þingmönnum annarra flokka.vísir/daníel10,6 grömm af viðbættum sykri eru í hverjum 100 millilítrum af Coca Cola. Það þýðir að í hálfum lítra eru um 53 grömm af sykri. Hlutfallið er svipað hjá keppinautum. Í einni hálfslítra flösku af sykruðum gosdrykk eins og Coke, Pepsi eða appelsíni er því tvöfalt það sykurmagn sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur ráðlagt fyrir fullorðinn einstakling á dag. Stofnunin segir að 50 grömm sé algjört hámark en 25 grömm sé æskilegt. Í þessu sambandi má hafa hugfast að oft er sykur í matvöru án þess að það sé tilgreint með áberandi hætti á umbúðum. Því er fólk oft að neyta sykurs ómeðvitað, jafnvel þótt viðkomandi vara sé kynnt sem holl. Þannig að fólk sem neytir sykraðra gosdrykkja er jafnvel að margfalda næringarviðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir sykur á einum sólarhring. Katrín talaði fyrir daufum eyrum Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Þá taka sykurskattar gildi í Bretlandi í apríl á næsta ári. Þingmenn Vinstri grænna gerðu tillögu um að setja sykraða matvöru í efra þrep virðisaukaskatts við afgreiðslu síðasta fjárlagafrumvarps en tillagan fékk ekki hljómgrunn hjá öðrum flokkum. Þegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG mælti fyrir tillögunni, sem var minnihlutaálit efnahags- og viðskiptanefndar, sagði hún meðal annars eftirfarandi: „Tæplega 60% 6 ára barna borða of mikinn sykur. Yfir helmingur af viðbætta sykrinum kemur úr sykruðum gos- og svaladrykkjum, sælgæti og ís hjá 9 ára börnum og tæplega 70% hjá 15 ára börnum. Á heimasíðu landlæknisembættisins kemur einnig fram að í grein sem birtist árið 2011 í The Lancet, einu þekktasta tímariti heims um heilbrigðismál og lýðheilsu, var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnvalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri í því að sporna gegn offitu þar í landi. Niðurstaða greiningarinnar var sú að skattar á óholla mat- og drykkjarvöru væri áhrifaríkasta leiðin til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna hennar.“ Laufey Steingrímsdóttir prófessor segir að aðgerðir stjórnvalda sendi skilaboð út í þjóðfélagið og hafi eitt og sér áhrif á eftirspurnina. Hins vegar sé skýrt að skattar virki sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. „Við getum gert ráð fyrir því að ef einhvers konar skattur eða gjald væri sett á sykraða gosdrykki þá myndi það skila sér í minni eftirspurn,“ segir Laufey. Tengdar fréttir Nestlé minnkar sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent Nestlé telur sig hafa þróað nýja aðferð sem gerir fyrirtækinu kleyft að lækka sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent án þess að það hafi áhrif á bragð. 1. desember 2016 13:30 Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00 Milljarðamæringar hella fjármagni í baráttuna fyrir sykurskatti Hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda leggja gríðarlegar fjárhæðir í að koma í veg fyrir skatt á sykraða gosdrykki. Michael Bloomberg berst gegn hagsmunasamtökunum. 20. október 2016 13:45 Eitrað fyrir börnum Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. 6. ágúst 2016 07:00 Sykurþjóðin Íslendingar eru bæði langfeitasta þjóðin og mestu gosdrykkjaþambarar Norðurlandanna. Við erum svo miklir gossvelgir að við drekkum rúmlega þrisvar sinnum meira af sykruðu gosi á ári hverju en Finnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Gosdrykkjaneysla er mun meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og hér er verðið langlægst. Laufey Steingrímsdóttir prófessor í næringarfræði kynnti í dag niðurstöður nýrrrar rannsóknar matvæla- og næringarfræðideildar og hagfræðideildar Háskóli Íslands á þróun sykurneyslu á Íslandi og mögulegum áhrifa- og skýringaþáttum. í opinberri umræðu er því gjarnan haldið fram að sykurskattar virki ekki sem tæki til að hafa áhrif á eftirspurn eftir sykraðri vöru eins og gosdrykkjum þrátt fyrir mörg dæmi um hið gagnstæða frá útlöndum. Markmið sérstakra vörugjalda á sykur eða færsla sykraðrar matvöru í efra þrep virðisaukaskatts er að hækka verðið á þessum vörum til að draga úr neyslu þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svart á hvítu að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Laufey og samstarfsfólk hennar skoðaði samband verðs og eftirspurnar eftir gosdrykkjum frá 1997-2016. „Niðurstöðurnar sýndu mjög skýrt að fyrir hvert prósentustig sem verðið hækkar þá minnkar eftirspurnin um eitt prósent þannig að það er skýrt og klárt samband þarna á milli,“ segir Laufey. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Þingmenn VG vildu færa sykur í efra þrep virðisaukaskatts en sú tillaga fékk ekki hljómgrunn hjá þingmönnum annarra flokka.vísir/daníel10,6 grömm af viðbættum sykri eru í hverjum 100 millilítrum af Coca Cola. Það þýðir að í hálfum lítra eru um 53 grömm af sykri. Hlutfallið er svipað hjá keppinautum. Í einni hálfslítra flösku af sykruðum gosdrykk eins og Coke, Pepsi eða appelsíni er því tvöfalt það sykurmagn sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur ráðlagt fyrir fullorðinn einstakling á dag. Stofnunin segir að 50 grömm sé algjört hámark en 25 grömm sé æskilegt. Í þessu sambandi má hafa hugfast að oft er sykur í matvöru án þess að það sé tilgreint með áberandi hætti á umbúðum. Því er fólk oft að neyta sykurs ómeðvitað, jafnvel þótt viðkomandi vara sé kynnt sem holl. Þannig að fólk sem neytir sykraðra gosdrykkja er jafnvel að margfalda næringarviðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir sykur á einum sólarhring. Katrín talaði fyrir daufum eyrum Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Þá taka sykurskattar gildi í Bretlandi í apríl á næsta ári. Þingmenn Vinstri grænna gerðu tillögu um að setja sykraða matvöru í efra þrep virðisaukaskatts við afgreiðslu síðasta fjárlagafrumvarps en tillagan fékk ekki hljómgrunn hjá öðrum flokkum. Þegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG mælti fyrir tillögunni, sem var minnihlutaálit efnahags- og viðskiptanefndar, sagði hún meðal annars eftirfarandi: „Tæplega 60% 6 ára barna borða of mikinn sykur. Yfir helmingur af viðbætta sykrinum kemur úr sykruðum gos- og svaladrykkjum, sælgæti og ís hjá 9 ára börnum og tæplega 70% hjá 15 ára börnum. Á heimasíðu landlæknisembættisins kemur einnig fram að í grein sem birtist árið 2011 í The Lancet, einu þekktasta tímariti heims um heilbrigðismál og lýðheilsu, var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnvalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri í því að sporna gegn offitu þar í landi. Niðurstaða greiningarinnar var sú að skattar á óholla mat- og drykkjarvöru væri áhrifaríkasta leiðin til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna hennar.“ Laufey Steingrímsdóttir prófessor segir að aðgerðir stjórnvalda sendi skilaboð út í þjóðfélagið og hafi eitt og sér áhrif á eftirspurnina. Hins vegar sé skýrt að skattar virki sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. „Við getum gert ráð fyrir því að ef einhvers konar skattur eða gjald væri sett á sykraða gosdrykki þá myndi það skila sér í minni eftirspurn,“ segir Laufey.
Tengdar fréttir Nestlé minnkar sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent Nestlé telur sig hafa þróað nýja aðferð sem gerir fyrirtækinu kleyft að lækka sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent án þess að það hafi áhrif á bragð. 1. desember 2016 13:30 Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00 Milljarðamæringar hella fjármagni í baráttuna fyrir sykurskatti Hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda leggja gríðarlegar fjárhæðir í að koma í veg fyrir skatt á sykraða gosdrykki. Michael Bloomberg berst gegn hagsmunasamtökunum. 20. október 2016 13:45 Eitrað fyrir börnum Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. 6. ágúst 2016 07:00 Sykurþjóðin Íslendingar eru bæði langfeitasta þjóðin og mestu gosdrykkjaþambarar Norðurlandanna. Við erum svo miklir gossvelgir að við drekkum rúmlega þrisvar sinnum meira af sykruðu gosi á ári hverju en Finnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Nestlé minnkar sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent Nestlé telur sig hafa þróað nýja aðferð sem gerir fyrirtækinu kleyft að lækka sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent án þess að það hafi áhrif á bragð. 1. desember 2016 13:30
Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00
Milljarðamæringar hella fjármagni í baráttuna fyrir sykurskatti Hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda leggja gríðarlegar fjárhæðir í að koma í veg fyrir skatt á sykraða gosdrykki. Michael Bloomberg berst gegn hagsmunasamtökunum. 20. október 2016 13:45
Eitrað fyrir börnum Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. 6. ágúst 2016 07:00
Sykurþjóðin Íslendingar eru bæði langfeitasta þjóðin og mestu gosdrykkjaþambarar Norðurlandanna. Við erum svo miklir gossvelgir að við drekkum rúmlega þrisvar sinnum meira af sykruðu gosi á ári hverju en Finnar. 6. október 2016 07:00