Erlent

Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Enn er leitað að manninum til hægri, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni.
Enn er leitað að manninum til hægri, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni. Vísir/AFP
Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. Yfirvöld í Kirgistan hafa yfirheyrt Iakhe Mashrapov, 28 ára gamlan Kirgisa, sem í dag var talinn bera ábyrgð á árásinni og segja hann ekki tengjast verknaðinum. Þetta kemur fram í frétt BBC

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að leitað væri að Mashrapov eftir að mynd af vegabréfi hans var birt á samfélagsmiðlum.

Vegabréfsmynd Mashrapovs þótti svipa mjög til mannsins sem lögregla hefur lýst eftir, en búið er að birta ljósmyndir af árásarmanninnum auk myndbands sem hann tók af sjálfum sér nokkru fyrir árásina.

Átta manns voru handteknir í tengslum við árásina á mánudag, en árásarmaðurinn sjálfur var ekki meðal þeirra. Mannsins er því enn leitað.

Samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum er maðurinn sem leitað er að frá mið-Asíu og hafði hann leigt íbúð í tyrknesku borginni Konya ásamt konu sem talin er vera eiginkona hans og tveimur börnum sem nú eru í haldi.


Tengdar fréttir

Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum

Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×