Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Jóhann Óli Eiðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 18:44 Frá fundi Bjartrar framtíðar í aðdraganda alþingiskoninganna í október 2016. vísir/ernir Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15