Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Jóhann Óli Eiðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 18:44 Frá fundi Bjartrar framtíðar í aðdraganda alþingiskoninganna í október 2016. vísir/ernir Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15