Formaður Viðreisnar: Augljóst að lendingin varðandi ESB er málamiðlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 23:46 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20