Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn sam­þykkti ríkis­stjórnar­sam­starfið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum í Valhöll í kvöld.
Frá fundinum í Valhöll í kvöld. vísir/eyþór
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt ríkisstjórnarsamstarf flokksins nýrrar ríkisstjórnar við Viðreisn og Bjarta framtíð. Ráðið fundaði í Valhöll í kvöld þar sem farið var yfir lokadrög að stjórnarsáttmála en það gerðu einnig stjórn Bjartrar framtíðar og ráðgjafaráð Viðreisnar. Þeim fundum er ekki lokið.

Í samtali við Vísi eftir fundinn sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að stjórnarsáttmálinn hafi lagst vel í fundarmenn. Hann hafi verið samþykktur með lófataki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×