Formaður Viðreisnar: Augljóst að lendingin varðandi ESB er málamiðlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 23:46 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20