Innlent

Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttar Proppé og S. Björn Blöndal féllust í faðma að loknum fundi Bjartrar framtíðar í kvöld.
Óttar Proppé og S. Björn Blöndal féllust í faðma að loknum fundi Bjartrar framtíðar í kvöld. Vísir/Hanna
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti rétt í þessu stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei.

Kosningarnar fóru fram rafrænt en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Kosningaþátttaka var því mjög góð.

Þar með hafa allir flokkarnir þrír samþykkt að fara í ríkisstjórnarsamstarf. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á morgun sem og ráðherraskipan.


Tengdar fréttir

Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða

Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða.

Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna

Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×