Fótbolti

Randers loks komið úr botnsætinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson Vísir/Getty
Randers er loks komið af botni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir útisigur á Lyngby.

Hannes Þór Halldórsson þurfti einu sinni að sækja boltann í eigið net, en lokatölur leiksins urðu 1-3.

Joni Kauko kom Randers yfir eftir hálftíma leik og Bashkim Kadrii bætti öðru marki við rétt fyrir leikhlé. Staðan 0-2 í hálfleik.

Lyngby minnkaði muninn með marki frá Mayron George á 73. mínútu áður en Saba Lobzhanidze kláraði leikinn fyrir Randers í uppbótartíma.

Kjartan Henry Finnbogason var allan leikinn í framlínu Horsens sem tók á móti Odense.

Lokatölur í þeim leik urðu 0-0. Bæði lið sigla lygnum sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×