Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:45 Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen. Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen.
Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45