Innlent

Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp sitt á minningarathöfninni.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp sitt á minningarathöfninni. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið stóðu fyrir athöfn klukkan 11 í dag í tilefni af minningardeginum um fórnarlömb umferðarslysa,  að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Jóni Gunnarsyni ráðherra sveitastjórnar- og samgöngumála, við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík.  Auk þess verður fjöldi viðbragðsaðila og starfsfólks Bráðamóttöku Landspítalans viðstödd athöfnina sem hófst klukkan 11.

Þyrlan landhelgisgæslunnar lenti á þyrlupallinum fyrir athöfnina í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
1549 einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi en fyrsta banaslysið varð þann 28. ágúst árið 1915. Á minningarathöfninni í dag lenti þyrla landhelgisgæslunnar á þyrlupallinum og var svo ávarp frá forsetanum. Í kjölfarið var einnar mínútu þögn áður en fleiri tóku til máls.

Í dag er minning fórnarlamba umferðarslysa heiðruð ásamt því að heiðraðar eru þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu eftir umferðarslys.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
„Þessi dagur er ekki hvað síst til að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Eru þessum starfsstéttum færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra,“ sagði í tilkynningu um viðburðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×