Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 16:45 Elín Metta Jensen í leiknum í dag. Vísir/Getty Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið. Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið.
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira