Hafnartorgið tilbúið til útleigu eftir sextán mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:45 Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira