Hafnartorgið tilbúið til útleigu eftir sextán mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:45 Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira