Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 5. október 2017 06:00 „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
„Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn