Umhverfismál og menning mæta afgangi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Umhverfismálin eru ekki ofarlega í huga kjósenda. vísir/vilhelm Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30