Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 13:57 Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. Kristín Hávarðsdóttir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir
Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00