Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 13:57 Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. Kristín Hávarðsdóttir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir
Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent