Mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra misjafnlega tekið af framleiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2017 20:32 Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira