Mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra misjafnlega tekið af framleiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2017 20:32 Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira