Mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra misjafnlega tekið af framleiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2017 20:32 Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir margt rekast á í frumvarpsdrögum landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um mjólkurframleiðslu í landinu. Framkvæmdastjóri Kú segir frumvarpið hins vegar leiða til aukinnar fjölbreytni og hagstæðara verði til neytenda, en ráðherra útilokar ekki að frumvarpið komi fram á yfirstandandi þingi.Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarp landbúnaðarráðherra er enn sem komið er aðeins til kynningar á vef ráðuneytisins. Það á eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og síðar Alþingi. En fari frumvarpið lítið breytt í gegn þar má búast við miklum breytingum á mjólkurframleiðslunni. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóra Kú líst vel á frumvarpsdrögin og segir þau koma til móts við kröfur fyrirtækisins undanfarin þrettán ár. Mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með starfseminni. Þetta mun án efa auka fjölbreytni því það er eðli samkeppni að hún dregur fram það besta í hverjum og einum. Hún stækkar markaðinn að jafnaði og gerir verð hagkvæmara fyrir neytendur. Í skýrslu sem ASÍ og samkeppniseftirlitið unnu var sýnt fram á að tilkoma Mjólku leiddi til þess að afurðaverð til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði,“ segir Ólafur. Staða smærri fyrirtækjanna gagnvart Mjólkursamsölunni hafi verið mjög ójöfn. Forstjóri hennar, Ari Edwald, segir hins vegar margt rekast á í frumvarpsdrögunum og sumt sem þar sé nefnt sé þegar búið að framkvæma. Síðast liðið haust hafi til dæmis öll sala hrámjólkur verið tekin út úr Mjólkursamsölunni sem kaupi hrámjólkina nú á sama verði og aðrir. Þá sé vísað til stöðunnar í öðrum löndum sem standist ekki miðað við texta frumvarpsdraganna, sem minni um margt á eldri tillögur frá Samkeppniseftirlitinu. „Ég get ekki ímyndað mér annað en menn ætli að vinna þetta fagleg. Þessar tillögur Samkeppniseftirlitsins og umsagnir sem berast, að það verði þá fjallað um þær í endurskoðunarnefnd. Þessari sáttanefnd sem ráðherra er nýbúinn að skipa. Þannig að það verði einhver mynd á þessari málsmeðferð,“ segir Ari. Endurskoðunarnefndin sem Ari vísar til á að ljúka störfum fyrir árið 2019. En Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að nú gefist tími til að fara yfir ábendingar og umsagnir um frumvarpið en opið er fyrir umsagnir til 17. mars næst komandi. Ekki sé útilokað að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í þá veru. Það getur vel verið að það verði lagt fram til afgreiðslu og meðferðar í þinginu. Ég ætla ekki að útiloka neitt í því. Við viljum bara vinna þetta vel. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira