Mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Höskuldur Kári Schram skrifar 26. maí 2017 21:34 Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir. Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir.
Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira