Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Áhöfn SS Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að lenda í höndum breska flotans. SS Porta, sem myndin sýnir, var systurskip Minden. Mynd/Wikipedia „Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
„Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00