Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Áhöfn SS Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að lenda í höndum breska flotans. SS Porta, sem myndin sýnir, var systurskip Minden. Mynd/Wikipedia „Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
„Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00