Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. október 2017 07:56 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki. Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki.
Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira
Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11