Sakar mótherjana um að senda vændiskonur á hótel leikmanna sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 23:30 Stuðningkona Paragvæ á leiknum umrædda en hún tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/AFP Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira