Ekki ætlunin að undanskilja iðnnema Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra „Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í dag að víetnömsk kona, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, hefur fengið bréf frá Útlendingastofnun þess eðlis að henni verði gert að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að í nýjum Útlendingalögum, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Í eldri lögum var iðnnám hins vegar tilgreint. „Það er ljóst eftir því sem ég hef heyrt að sú skilgreining sem kemur fram á námi er of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn stóð til. Það var aldrei rætt um það að þrengja þetta þannig að iðnnámið myndi ekki falla undir nám í skilningi útlendingalaga.“ Sigríður segir að nýju útlendingalögunum hafi verið breytt eftir því sem reynsla hefur komið á þau. Meðal annars hafi lögunum verið breytt undir lok síðasta þings þegar kom í ljós að skiptinemar á menntaskólastigi féllu milli skips og bryggju í lagatextanum. „Það er mikilvægt að menn geti stundað iðnnám til jafns við háskólanám. Það stendur ekki annað til, af minni hálfu í það minnsta, en að löggjafinn lagfæri þetta,“ segir Sigríður. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Chuong Le Bui úr landi hefur verið kærð til kærunefndar Útlendingastofnunar. Henni verður ekki vísað brott fyrr en niðurstaða fæst frá nefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
„Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í dag að víetnömsk kona, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, hefur fengið bréf frá Útlendingastofnun þess eðlis að henni verði gert að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að í nýjum Útlendingalögum, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Í eldri lögum var iðnnám hins vegar tilgreint. „Það er ljóst eftir því sem ég hef heyrt að sú skilgreining sem kemur fram á námi er of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn stóð til. Það var aldrei rætt um það að þrengja þetta þannig að iðnnámið myndi ekki falla undir nám í skilningi útlendingalaga.“ Sigríður segir að nýju útlendingalögunum hafi verið breytt eftir því sem reynsla hefur komið á þau. Meðal annars hafi lögunum verið breytt undir lok síðasta þings þegar kom í ljós að skiptinemar á menntaskólastigi féllu milli skips og bryggju í lagatextanum. „Það er mikilvægt að menn geti stundað iðnnám til jafns við háskólanám. Það stendur ekki annað til, af minni hálfu í það minnsta, en að löggjafinn lagfæri þetta,“ segir Sigríður. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Chuong Le Bui úr landi hefur verið kærð til kærunefndar Útlendingastofnunar. Henni verður ekki vísað brott fyrr en niðurstaða fæst frá nefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira