Ræddu um fátækt á Íslandi: Eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 14:50 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent