Ræddu um fátækt á Íslandi: Eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 14:50 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira