„Starfsmaður í þjálfun“ talaði lengst allra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 grafík/guðmundur snær Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira