Metið sem Liverpool setti á móti KR-ingum féll loksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2017 09:30 Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn fyrir 53 árum síðan. Ron Yeats og Ellert B Schram. Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30
Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24