Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:25 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump er sakaður um taktleysi. Skammt er síðan hann sagði fórnarlömbum fellibyljarsins Maríu á Púertó Ríkó að skemmta sér vel. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.
Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent