Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2017 07:15 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent