Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2017 05:51 Geir Þorsteinsson ákvað í upphafi árs að gefa ekki kost á sér aftur sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. VÍSIR/ANTON Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017
Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30