Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 15:35 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst. Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst.
Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00