Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 15:35 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst. Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst.
Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00