Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 14:47 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götur fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljón króna stuðninig skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða enngin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík og er í allskonar málarekstri við verkalýðsforustuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið,“ sagði Ásmundur á þingi í dag. Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur mikið verið til umfjöllunar á síðustu vikum og mánuðum, ekki síst eftir að greint var frá því að arsenmengun í grennd við verksmiðjuna er um tuttugufalt meiri en er heimilt samkvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Vilja yfirvöld í Reykjanesbæ að starfsemi verksmiðjunnar verði stöðvuð þangað til að búið sé að ráðast í þær úrbætur sem þörf er á.Sjá einnig:„Heilsa íbúa gengur fyrir“Í ræðu sinni sagði Ásmundur að sér væri illa brugðið að frétta mengunarvandamálum og sviknum loforðum sem hann sagði einkenna upphaf starfseminnar sem hófst seint á síðasta ári. Rakti hann hvernig fyrirtækið hafði tryggt sér ýmisskonar fyrirgreiðslu með afslætti á sköttum og gjöldum, þar á meðal að fyrirtækið greiddi að hámarki fimmtán prósent tekjuskatt. Þá sagði hann að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt launataxta sem væri undir tekjuviðmiðum og kæmi sér upp fyrir lágmarkslaun með því að greiða 65 þúsund krónur í bónus á dagvinun á mánuði. Með því greiddi United Silicon starfsmönnum sínum 450 þúsund krónur á mánuði en sambærileg laun í álverum væru um 6-700 þúsund á mánuði. „Fyrirtækið sem þannig kemur fram við starfsfólk sitt og samfélag og umhverfi í tráss við gefin loforð á sér ekki bjarta framtíð.“ Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götur fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljón króna stuðninig skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða enngin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík og er í allskonar málarekstri við verkalýðsforustuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið,“ sagði Ásmundur á þingi í dag. Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur mikið verið til umfjöllunar á síðustu vikum og mánuðum, ekki síst eftir að greint var frá því að arsenmengun í grennd við verksmiðjuna er um tuttugufalt meiri en er heimilt samkvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Vilja yfirvöld í Reykjanesbæ að starfsemi verksmiðjunnar verði stöðvuð þangað til að búið sé að ráðast í þær úrbætur sem þörf er á.Sjá einnig:„Heilsa íbúa gengur fyrir“Í ræðu sinni sagði Ásmundur að sér væri illa brugðið að frétta mengunarvandamálum og sviknum loforðum sem hann sagði einkenna upphaf starfseminnar sem hófst seint á síðasta ári. Rakti hann hvernig fyrirtækið hafði tryggt sér ýmisskonar fyrirgreiðslu með afslætti á sköttum og gjöldum, þar á meðal að fyrirtækið greiddi að hámarki fimmtán prósent tekjuskatt. Þá sagði hann að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt launataxta sem væri undir tekjuviðmiðum og kæmi sér upp fyrir lágmarkslaun með því að greiða 65 þúsund krónur í bónus á dagvinun á mánuði. Með því greiddi United Silicon starfsmönnum sínum 450 þúsund krónur á mánuði en sambærileg laun í álverum væru um 6-700 þúsund á mánuði. „Fyrirtækið sem þannig kemur fram við starfsfólk sitt og samfélag og umhverfi í tráss við gefin loforð á sér ekki bjarta framtíð.“
Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00
Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31